Að stofna Google account með vinnupósti

Ef vinnuveitandi er ekki með vinnupóstinn í Google umhverfinu getur það reynst erfit að fá aðgang að verkfærum Google eins og Google Analytics, Tagmanager eða Search Console. Þrátt fyrir að vinnupósturinn sé ekki í Google umhverfinu er samt hægt að stofna Google Account með núverandi netfangi.

Að stofna Google Account með vinnupóstinum hefur marga kosti í för með sér t.d.:

  1. Aðgangur að Google þjónustum: Með Google reikningi geturðu nýtt þér þjónustur eins og Google Drive, Google Calendar og Google Meet, sem geta auðveldað samskipti og samvinnu í vinnunni.
  2. Öryggi: Að nota vinnupóstinn þinn fyrir Google reikninginn getur aukið öryggi, þar sem auðvelt er að sjá hvaða starfsmenn eru með aðgang að mikilvægum gögnum og hægt er að setja öryggiskröfur á Google tólinn svo hver sem er fái ekki aðgang.
  3. Aðskilnaður: Með því að nota vinnupóstinn fyrir vinnureikninga og persónulegan póst fyrir persónulega reikninga, geturðu betur aðskilið vinnu og einkalíf.

Að stofna Google account

1. Ferð á Sign in – Google Accounts

2. Smellir á Create account > For work or my business

3. Velur get Gmail address

4. Fylgir skrefunum og fyllir út upplýsingar (nafn, aldur, kyn)

5. Þegar það kemur að því að velja netfang þá smellir þú á Use your email address

6. Þá færðu kóða í netfangið þitt sem þú slærð inn.

Núna ættir þú að vera kominn með Google Account þar sem þú notar vinnunetfagið þitt til að skrá þig inn

Ásgeir Hólm Sævarsson

Ég hef ástríðu fyrir því sem ég geri. Eftir mörg ár í bransanum varð mér ljóst að ég vildi leggja alla mína orku og þekkingu í að styðja við fólk sem hugsar eins og ég.