Póstlistamarkaðsetning er ennþá mjög mikilvæg í markaðsstarfi í dag, þrátt fyrir að margir telji hana gamaldags.
Hvað er markaðssetning með tölvupósti?
Tölvupóstmarkaðssetning er stafræn markaðssetning til að eiga samskipti við kaupendur og viðskiptavini með tölvupósti. Algeng markaðsskilaboð sem byggjast á tölvupósti eru meðal annars fréttabréf í tölvupósti, kynningarherferðir og tilkynningar um viðburði. Markaðssetning í tölvupósti hefur venjulega verulega hærri arðsemi (e. ROI) en margar aðrar markaðsleiðir.
Það sem gerir tölvupóstmarkaðssetningu skilvirkari en leitarvélarbestur (e. SEO) og samfélagsmiðlar er að þú ert með beina línu til fylgjenda þinna.
En virkar tölvupóstmarkaðsetning enn?
Til er gífurlega mikið magn af tölfræði sem styður við það að tölvupóstmarkaðsetning sé ennþá viðeigandi, t.d. þessi skýrsla: Email marketing worldwide | Statista. einnig tók Constatn Contact saman tölfræði um stöðuna á póstslistamarkaðsetningu 2023 Email Marketing Statistics: Facts & Figures | Constant Contact
Ef við tökum saman aðal atriðin þá er meðal arðsemi (e. ROI) tölvupóstsmarkaðsetningar í kringum 36:1 sem þýðir að fyrir hverja krónu sem er sett í markaðssetningu færðu 36 tilbaka1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru að meðaltali með 2,8:1 til viðmiðunar.

Þegar skoðað er hvað viðskiptavinir vilja þá segist meirihlutinn vilja vera í samskiptum við fyrirtæki sem þeir eru að fylgja í gegnum tölvupóst. Til að styðja við það segja um 45% neytenda að þeim finnist það pirrandi að sjá auglýsingar á samfélagsmiðlum2. Ef við pælum í því þá skoðum við samfélagsmiðla til að sjá hvað er að gerast en þegar við opnum tölvupóstinn þá eigum við alveg von á því að fá markpósta þar, Rin rannsókn komast að þeirri niðurstöðu að 86% neytenda vilja fá markaðsskilaboð í gegnum tölvupóst frekar en á samfélagsmiðlum, í sjónvarp eða stafrænum auglýsingum3
Við sjáum það líka þegar við skoðum þáttökuhlutfall (e. engagement rate) í samburði við samfélagsmiðl, hér að neðan sjáum við einnig hversu virk fyrirtæki þurfa að vera á samfélagsmiðlum til þess að viðhalda þáttökuhlutfallinu.

Samantekt
Í raun er hún ennþá mjög áhrifarík og getur hjálpað fyrirtækjum til að ná fram betri sölum. Ávinningurinn af Póstlistamarkaðsetningu er:
- Aukin sala: Markaðssetning í tölvupósti getur hjálpað til við að auka sölu með því að ná til hugsanlegra viðskiptavina og kynna vörur þínar eða þjónustu
- Viðskiptavinavild: Póstlistamarkaðsetning getur hjálpað fyrirtækjum til að halda sambandi við viðskiptavini sína og byggja upp betri samskipti við þá. Þetta getur hjálpað fyrirtækjum að styrkja tengslin við viðskiptavini sína og hvetja til endurtekinna viðskipta.
- Vörumerkjaþekking: Að senda reglulega tölvupóst til áskrifenda þinna hjálpar til við að styrkja vörumerkið þitt og halda því efst í huga þegar þeir þurfa á vörum þínum eða þjónustu að halda
- Mælanlegur árangur: Með markaðssetningartækjum í tölvupósti geturðu fylgst með opnunarhlutfalli, smellihlutfalli og öðrum mælingum til að mæla árangur herferða þinna
- Nákvæmari markhópur: Með póstlistamarkaðsetningu getur fyrirtæki náð til nákvæmara markhópa og séð betur hvað þeir vilja. Þetta getur hjálpað fyrirtækjum til að búa til markaðsáætlun sem er betur miðuð við þarfir viðskiptavina.
- Lægri kostnaður: Póstlistamarkaðsetning getur verið ódýrari en aðrar tegundir af markaðssetningu eins og auglýsingar á netinu eða í prentmiðlum. Þetta getur hjálpað fyrirtækjum til að spara peninga í markaðssetningu.
Í ljósi þessara kostna sem póstlistamarkađsetning hefur, er hún ennþá mjög mikilvæg í markađsstarfi í dag. Hún getur hjálpađ fyrirtækjum til ađ ná fram betri niđurstöđum í markađssetningu og ná fram betri sölum.
Ef þig vantar aðstoð við að marka stefnu í póstlistamarkaðsetningu ekki hika við að hafa samband við okkur.