Vefsíðan er hjartað í stafrænum samskiptum Viltu. Markmiðið var að smíða vef sem væri ekki bara fallegur, heldur líka hraður, einfaldur í notkun og myndi spara starfsfólki Viltu dýrmætan tíma.
Vefurinn var byggður á WordPress með Bricks Builder til að tryggja sveigjanleika og framúrskarandi hraða. Aðaláherslan var lögð á notendavæna upplifun og skýrleika, þar sem öllum helstu áskorunum var mætt:
-
Aðgengileg á öllum tækjum: Tryggir frábæra upplifun hvort sem notandinn er í síma, spjaldtölvu eða tölvu.
-
Grunnleitarvélabestun (SEO): Byggð inn í vefinn frá grunni til að tryggja að Viltu finnist þegar fólk leitar.
-
Tenging við eCasa fasteignakerfið: Öflug tenging sem gerir það að verkum að allar eignir uppfærast sjálfkrafa. Þetta sparar gríðarlegan tíma og tryggir að upplýsingar séu alltaf réttar.