Dýralæknaþjónusta Kópavogs

Að gefa framúrskarandi þjónustu

Hvernig Mánahöll endurhannaði vefsíðu og hóf markvissa stafræna markaðssetningu til að lyfta ímynd og sýnileika ungrar dýralæknastofu.

Áskorunin (The Challenge)

Frá góðri byrjun að traustvekjandi vörumerki

Dýralæknaþjónusta Kópavogs hafði náð að festa sig í sessi á sínum fyrstu mánuðum með framúrskarandi þjónustu og nútímalegum verkfærum eins og netbókun. Hins vegar endurspeglaði einföld stafræn umgjörð ekki að fullu þann metnað og fagmennsku sem stofan stóð fyrir. Áskorunin var að taka fyrirtækið af byrjunarreit og byggja upp faglega og heildstæða ásýnd sem myndi vekja traust og styðja við áframhaldandi vöxt.

  • Endurhanna einfalda vefsíðu og gera hana að faglegu og traustvekjandi „andliti“ fyrirtækisins.

  • Hefja markvissa stafræna markaðssetningu til að auka sýnileika og laða að nýja viðskiptavini.

  • Tryggja samræmda og faglega ásýnd í öllum stafrænum samskiptum, þar á meðal í bókunarkerfinu sjálfu.

Nálgun Mánahallar (Our Approach)

Samstarf sem hófst á trausti

Samstarfið við Dýralæknaþjónustu Kópavogs hófst ekki á formlegum fundi, heldur á dýralæknaþjónustu Kópavogs þar sem ég kynntist fagmennsku og hlýju Guðjóns þegar hann sinnti veika kettinum mínum. Þar kviknaði samtal sem varð að samstarfi.

Nálgun mín var skýr: Að taka þann góða grunn sem var til staðar og byggja ofan á hann faglega, stafræna ásýnd sem myndi bæði bæta upplifun viðskiptavina og styðja við reksturinn.

  •  Nútímaleg stafræn upplifun

    • Endurhönnun vefsíðu: Við skiptum út eldri, einfaldri heimasíðu fyrir nýjan og faglegan WordPress vef. Áhersla var lögð á notendavæna upplifun, traustvekjandi hönnun og skýra framsetningu á þjónustunni.
    • Samræmd vörumerkjaásýnd: Við aðstoðuðum við að setja upp vörumerkjaásýnd innan ProVet kerfisins og útbjuggum sniðmát til að tryggja samræmda upplifun í öllum samskiptum við viðskiptavini.
    • Stafræn markaðssetning: Við höfum séð um hönnun og birtingu á stafrænum auglýsingum og markaðsefni sem hefur aukið sýnileika og styrkt samband við viðskiptavini.