Nútímaleg stafræn upplifun
- Endurhönnun vefsíðu: Við skiptum út eldri, einfaldri heimasíðu fyrir nýjan og faglegan WordPress vef. Áhersla var lögð á notendavæna upplifun, traustvekjandi hönnun og skýra framsetningu á þjónustunni.
- Samræmd vörumerkjaásýnd: Við aðstoðuðum við að setja upp vörumerkjaásýnd innan ProVet kerfisins og útbjuggum sniðmát til að tryggja samræmda upplifun í öllum samskiptum við viðskiptavini.
- Stafræn markaðssetning: Við höfum séð um hönnun og birtingu á stafrænum auglýsingum og markaðsefni sem hefur aukið sýnileika og styrkt samband við viðskiptavini.